Skýringin útskýrir hvaða vörur og þjónusta á eða á ekki að falla undir flokkafyrirsagnirnar og er talin vera órjúfanlegur hluti af flokkuninni.


Almennar athugasemdir

Upplýsingar um vörur og þjónustu, sem birtast í flokkafyrirsögnum, eru almennar upplýsingar í tengslum við hvaða svið, að meginstefnu, vörurnar og þjónustan tilheyra. Því ætti að ráðfæra sig við stafrófslistann til þess að sannreyna nákvæma flokkun á hverri einstakri vöru eða þjónustu.

Vörur

Ef ekki er hægt að flokka vöru með hjálp flokkalistans, skýringanna og stafrófslistans að þá kveða eftirfarandi athugasemdir á um þau viðmið sem skal beita:

  1. Fullunnin vara er í grundvallaratriðum flokkuð samkvæmt virkni sinni eða tilgangi. Ef virknin eða tilgangur fullunninnar vöru er ekki tiltekinn í neinni flokkafyrirsögn, er fullunna varan flokkuð með því að jafna henni við aðrar sambærilegar fullunnar vörur sem finna má á stafrófslistanum. Ef ekkert finnst, skal beita öðrum varaviðmiðunum, eins og varðandi það úr hvaða efni varan er gerð eða hver starfræksluháttur hennar er.
  2. Fullunnin vara, sem er fjölnota samsettur hlutur (t.d. klukka með útvarpi) má flokka í öllum þeim flokkum sem svara til einhverrar af virkni hennar eða tilætlaðs tilgangs. Ef virknin eða tilgangurinn er ekki nefndur í neinum af flokkafyrirsögnunum, skal nota aðrar þær viðmiðanir sem kveðið er á um í (a) að ofan.
  3. Hrávörur, óunnar eða hálfunnar vörur eru í grundvallaratriðum flokkaðar samkvæmt efninu sem þær eru gerðar úr.
  4. Vörur, sem ætlað er að vera hluti af annarri vöru, eru í grundvallaratriðum flokkaðar í sama flokki og viðkomandi vara í þeim tilvikum þar sem sama gerð af vörum er ekki hægt að nota í öðrum tilgangi. Í öllum öðrum tilvikum gilda viðmiðin í (a) að ofan.
  5. Þegar vara, hvort sem hún er fullunnin eða ekki, er flokkuð eftir efninu, sem hún er gerð úr, og hún er gerð úr mismunandi efnum, skal í grundvallaratriðum flokka vöruna samkvæmt efninu sem er ráðandi.
  6. Hulstur, sem löguð eru að vörunni, sem þeim er ætlað að geyma, skal í grundvallaratriðum flokka í sama flokki og varan.

Þjónusta

Ef ekki er hægt að flokka þjónustu með hjálp flokkalistans, skýringanna og stafrófslistans að þá kveða eftirfarandi athugasemdir á um þau viðmið sem skal beita:

  1. Flokka skal þjónustu í grundvallaratriðum samkvæmt þeim starfrækslugreinum, sem tilgreindar eru í fyrirsögnum þjónustuflokkanna, og í skýringum þeirra eða, ef ekkert er tilgreint, með jöfnun við aðra sambærilega þjónustu í stafrófslistanum.
  2. Leiguþjónustu skal í grundvallaratriðum flokka í sömu flokkum og þjónusta sem veitt er með leigðu hlutunum (t.d. leiga á símum, fellur undir flokk 38). Kaupleiguþjónustu má jafna við leiguþjónustu og ætti því að flokka með sama hætti. En fjármögnun með leigu- eða eignaleigu er flokkuð í flokki 36 sem fjármálaþjónusta.
  3. Þjónustu, sem veitir ráðgjöf, upplýsingar eða sérfræðiþjónustu, skal í grundvallaratriðum flokka í sömu flokkum og samsvara efni ráðgjafarinnar, upplýsingar eða sérfræðiráðgjöf, t.d. sérfræðiráðgjöf á sviði flutningsmála (fl. 39), rekstrarráðgjöf fyrirtækja (fl. 35), fjármálaráðgjöf (fl. 36), ráðgjöf á sviði fegurðar (fl. 44). Ráðgjöf, upplýsingagjöf eða sérfræðiþjónusta með rafrænum hætti (t.d. í síma, tölvu) hefur ekki áhrif á flokkun þjónustunnar.
  4. Þjónusta á sviði söluleyfa er grundvallaratriðum flokkuð í sama flokki og sú þjónusta, sem söluleyfishafinn veitir, (t.d. rekstrarráðgjöf í tengslum við veitingu söluleyfis (flokkur 35), fjármálaþjónusta í tengslum við veitingu söluleyfa (flokkur 36) lögfræðiþjónusta í tengslum við veitingu söluleyfa (flokkur 45)).