Um - TMclass
logo
Atriðisorðaskrá

Í stuttu máli

TMclass færir saman flokkunargagnagrunna (lýsingar á skilmálum fyrir vörur og þjónustu) hverrar þátttökuskrifstofu (vörumerkjaskrifstofu) til þess að auðvelda ferlið við að flokka vörur þínar & þjónustu. Flokkunin er nauðsynlegt skref þegar sótt er um vörumerki, hvort sem um er að ræða alþjóðlegt vörumerki, vörumerki innan Evrópusambandsins, en það veitir þér vörumerkjavernd í öllum ríkjum Evrópusambandsins eða vörumerki fyrir ákveðið land.

Þegar þú leitar að flokkunarhugtaki í TMclass sérðu í hvaða gagnagrunni hvaða þátttökuskrifstofu hugtakið birtist. Ef hugtakið birtist ekki í gagnagrunni þátttökuskrifstofu þýðir það ekki að hugtakinu verði endilega hafnað af þátttökuskrifstofunni. Hins vegar getur umsóknarferlið hjá þátttökuskrifstofu tekið lengri tíma ef þú velur hugtak, sem ekki er hluti af gagnagrunni þátttökuskrifstofunnar, vegna þess að ekki er hægt að flokka það með sjálfvirkjum hætti auk þess sem skoðunarmaður þarf að fara yfir það.

Ef þú velur hugtök úr fleiri en einum flokki getur verið að þú þurfir að greiða aukaleg gjöld. Til dæmis inniheldur skráningargjaldið í EUIPO möguleikann á því að velja úr 3 flokkum á meðan hjá skrifstofunni í Bretlandi (UKIPO) kostar hver aukalegur flokkur aukalega. Kannaðu málið hjá þátttökuskrifstofunni þar sem þú ætlar að skrá vörumerkið þitt.


Sagan

Áður fór vörumerkjavernd fram hjá einstökum löndum. Ferlið var nokkuð flókið og þú þurftir að kunna tungumálið til þess að óska eftir vernd í öðru landi. Einnig var mjög mikill munur á því hvernig vörur og þjónusta var flokkuð á milli landa.

Frá árinu 1957 hefur röð verkefna litið dagsins ljós með það að leiðarljósi að sameina hvernig mismunandi skrifstofur og lönd flokka vörur og þjónustu fyrir vörumerkjaskráningu. Meðal þessara verkefna eru Nice flokkunin, þríhliða samkomulagið og samræmingarverkefnið eins og fram kemur að neðan.

Tréskipulagið er stjórnsýslutól til þess að aðstoða notendur við að skilja hvernig flokka má hugtak áður en vörumerki er skráð. Það var þróað af EUIPO og innlendu skrifstofum Evrópusambandsins í samstarfi við WIPO. Skipulagið byggir á Nice flokkuninni en er ekki opinberlega hluti af Nice flokkunarkerfinu. Enn hefur það engin lagalega áhrif við vörumerkjaskoðanir eða í samanburði á vörum og þjónustu.

Nice flokkunarkerfið

Nice flokkunarkerfið, sem WIPO hefur haft umsjón með frá árinu 1957, er kerfi til flokkunar á vörum á þjónustu við skráningu á vörumerkjum. Því var komið á fót með fjölþjóðlegu samkomulagi sem nefnist Nice sáttmálinn um alþjóðlega flokkun á vörum og þjónustu fyrir skráningu á merkjum. Kerfinu er stjórnað af WIPO en samkomulagið var gert árið 1957 (www.wipo.int).

Mörg lönd hafa samþykkt Nice flokkunina fyrir flokkun á vörum á þjónustu fyrir vörumerkjaskráningu.

Nice flokkunin samanstendur af flokkafyrirsögnum, skýringum og stafrófslista yfir vörur og þjónustu. Flokkafyrirsagnirnar lýsa almennt eðli varanna eða þjónustunnar sem finna má í öllum af flokkunum 34 fyrir vörur og flokkunum 11 fyrir þjónustu. Sérhver flokkur inniheldur skýringu sem lýsir gerð vörunnar eða þjónustunnar í honum og í sumum tilvikum sem ekki er að finna í flokkinum. Stafrófslistinn inniheldur tilteknar vörur og þjónustu í stafrófsröð og sýnir í öllum tilvikum viðeigandi flokk.

Í TMclass eru lýsingar á vörum og þjónustu merktar með N. Það er vísbending um að hugtakið sé úr stafrófslista Nice flokkunarinnar. Þessi auðkenning birtist aðeins í gögnum sem koma frá EUIPO.

Listi yfir vörur og þjónustu, sem samanstendur einungis af lýsingum úr Nice flokkuninni er samþykktur sem rétt flokkun að því gefnu að þær hafi verið notaðar í flokknum sem gagnagrunnurinn gefur til kynna.


Auðkennislisti

TM5 samanstendur af einkaleyfa- og vörumerkjaskrifstofu Bandaríkjanna (USPTO), japönsku einkaleyfaskrifstofunni (JPO), kóreysku hugverkaréttindaskrifstofunni (KIPO), ríkisskrifstofunni fyrir iðnað- og viðskipti í Alþýðulýðveldinu Kína (CNIPA), skrifstofu Evrópusambandsins fyrir hugverkaréttindi (e. European Union Intellectual Property Office - EUIPO). Eitt af verkefnunum í þessum samstarfsramma varðar auðkennislistann.


Samræmingarverkefnið

Markmið samræmingarinnar á flokkuninni er að mynda almennar flokkunarvenjur hjá þátttökuskrifstofunum til þess að tryggja að notandinn fái einn lista yfir vörur og þjónustu á öllum tungumálum og beitt sé einni leið við flokkunina og því fari samþykki og höfnun á vörum og þjónustu fram með sama hætti.

Forsaga:

Nice flokkunin var gerð aðallega fyrir stjórnsýsluna. Hún var samþykkt af mörgum vörumerkjaskrifstofum, þar á meðal EUIPO, fyrir flokkun á vörum og þjónustu fyrir vörumerkjaskráningu. Þegar vara eða þjónusta birtist ekki í stafrófslistanum eru notaðar flokkunarreglur til þess að ákveða flokkinn. Þar sem slíkt er háð túlkunum hafa mismunandi flokkunarvenjur þróast hjá skrifstofunum síðastliðna áratugi.

Þessi munur hefur leitt til ruglings. Slíkt er ekki notendavænt og gerir umsækjendunum ekki kleift að notast við einn flokkaðan lista fyrir sama vörumerkið hjá mismunandi skrifstofum.

Hugmyndin um samræmingu varð til á TMclass ráðstefnu í júlí 2008. Allir þátttakendur voru sammála um að flokkunarmunur ætti ekki að vera til staðar hjá skrifstofunum. Upphafspunkturinn fyrir nýjan samræmdan gagnagrunn varð hjá UKIPO og EUIPO sem sammæltust um almennan gagnagrunn varðandi vörur og þjónustu á ensku. Svíþjóð samþykkti að fylgja í kjölfarið með því að taka þennan enska gagnagrunn og þýða hann yfir á sænsku og nota sem opinberan lista. Aðrar skrifstofur samþykktu að fylgja þessari nálgun og sýndi meirihluti skrifstofa í ESB áhuga á þessu.

Allar Evrópuskrifstofurnar með ensku sem vinnumál (EUIPO, Bretland, Írland og Malta) hafa samþykkt samræmda enska listann.

Að lokum er hugmyndin sú að skapa „vandamálalausar“ sviðsmyndir eins og þessa: umsækjendur um vörumerki nota sameiginlegan flokkunarlista hjá mismunandi skrifstofum sem hafa samþykkt hann áður. Áhættan á höfnun fyrir umsækjandann er lítil og þátttökuskrifstofan fær færri gallaðar umsóknir.

TMclass undirstrikar flokkunarmuninn á milli þátttökuskrifstofanna og verður áfram sjálfstætt og gilt tól á Evrópuvettvangi sem ávallt verður opið fyrir aðrar skrifstofur að nota.

Eins og er veitir yfir helmingur skrifstofanna innanlands og EUIPO (skrifstofa Evrópusambandsins fyrir hugverkaréttindi) upplýsingar fyrir TMclass. Bráðlega mun WIPO (Alþjóðahugverkastofnunin) einnig nota það í gagnagrunnum sínum.